pokercasinosports

Persónuverndarstefna

Yfirlit

Hér fyrir neðan finnurðu persónuverndarstefnuna okkar, sem segir þér allt um hvernig við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum og um réttindi sem þú átt undir þessari gagnavernd. Við mælum sterklega með því að þú kynnir þér þessa persónuverndarstefnu. Hins vegar skiljum við að fólk sé upptekið við að lifa sínu lífi svo við viljum gefa þér snöggt yfirlit um hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar – mundu samt að þessi fyrsti hluti er aðeins yfirlit og ætti ekki að lesa í stað þess að lesa persónuverndarstefnuna okkar í heild hér fyrir neðan.

Við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum í þeim tilgangi sem er lýst hér fyrir neðan, en helsti tilgangurinn með því er annars vegar að gera okkur kleift að veita þér þjónustu og hins vegar að fara að þeim reglum sem okkur eru settar í lögum, þá sérstaklega:

  • Í fyrsta lagi, til þess að við getum boðið þér þjónustu þurfum við á því að halda að þú skráir þig fyrir notandaaðgangi og gefir upp bankaupplýsingar til að leggja inn peninga.
  • Vegna lagaumhverfis þurfum við að hafa eftirlit með viðskiptavinum okkar og að geyma gögn um viðskipti eða færslur til að tryggja að við séum að bjóða sanngjarna og örugga þjónustu – og þetta felur í sér m.a. að staðfesta aldur þinn og hafa eftirlit með viðskiptavinum okkar til að tryggja að þeir séu að stunda fjárhættuspil innan þess ramma sem þeir ráða við.

Inngangur

Þessi persónuverndarstefna gildir um vefsíður okkar, forrit/öpp, vörur og þjónustu sem vísar með hlekk í þessa stefnu eða sem er ekki með sérstaka persónuverndarstefnu. Tilgangur þessarar persónuverndarstefnu er að veita þér upplýsingar um hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar. Þessi persónuverndarstefna gæti verið uppfærð öðru hverju svo við mælum með því að þú skoðir hana reglulega, hins vegar ef við gerum gagngerar efnislegar breytingar munum við örugglega vekja athygli þína á því.

Hver er ábyrgðaraðilinn?

Ábyrgðaraðili (áður kallað gagnavörður) persónugagnanna þinna er TSG Interactive Services (Ireland) Limited, Belfield Office Park, Beech Hill Road, Clonskeagh, Dublin 4, Ireland. Þetta er sá sem við erum að vísa til þegar við segjum „TSG“, „við“, „okkar“ og „okkur“ o.s.frv.

Og hvað með gagnaverndarfulltrúann (e. Data Protection Officer), eða kallast það DPO?

Já, við höfum útnefnt gagnaverndarfulltrúa (DPO). Þó það sé hægt að hafa samband við DPO hjá okkur á dataprotection@flutterint.com, verður þjónustuteymið okkar fyrsti staðurinn sem þú hefur samband við ef þú þarft að nýta þér réttindi þin. Skoðaðu hlutann „Réttindin þín“ hér fyrir neðan.

Hvað er átt við með „samstæðu“?

Tilvísun í samstæðuna í þessari persónuverndarstefnu þýðir Flutter Entertainment plc og allar beinar eða óbeinar undireiningar þess, sameiginlegir viðskiptafélagar og tengd fyrirtæki þeirra hvar svo sem þau eru stödd í heiminum og gætu verið til frá einum tíma til annars, þar á meðal, en ekki takmarkað við, Paddy Power, TimeForm, Sportsbet, BetEasy, FanDuel, TVG, Adjarabet, Sky Betting and Gaming, PokerStars, Junglee, Singular og Sisal.

Hvernig við söfnum persónugögnunum þínum

Til að geta veitt þér þjónustuna þarftu að stofna notandaaðgang/reikning. Þegar þú stofnar þennan notandaaðgang þarftu að senda inn tilteknar persónuupplýsingar eins og nafnið þitt, aldur, heimilisfang og tölvupóstfang. Við þurfum líka aukalegar upplýsingar frá þér til að þú getir notað suma þjónustu hjá okkur, eins og kortaupplýsingar.

Við söfnum líka upplýsingum um færslur sem þú gerir, þar á meðal um fjárhættuspilun sem þú stundar. Við gætum safnað persónuupplýsingum í gegnum skoðanakannanir sem við framkvæmum, eða fyrirtæki sem við höfum ráðið til þess. Þessu til viðbótar söfnum við upplýsingum um hvernig þú notar vefsíðurnar okkar, snjalltækjaöppin og þjónustur. Við söfnum líka öðrum upplýsingum sem eru nauðsynlegur hluti þess að við getum unnið úr persónuupplýsingunum þínum í þeim tilgangi sem settur er fram í þessari persónuverndarstefnu.

Ef þú hefur samband við okkur, vinnum við úr öllum persónuupplýsingunum sem þú gefur okkur upp í þeim samskiptum.

Við gætum líka safnað persónuupplýsingum frá þriðju aðila þjónustuveitendum, eins og greiðslumatsfyrirtækjum og fyrirtækjum sem vinna við að koma í veg fyrir svik.

Að lokum notum við líka „vefkökur“/„dúsur“ (e. cookies) og svipaða tækni sem gæti safnað tilteknum upplýsingum um þig, eins og IP-tölum tækjanna þinna og virkni á netinu, en sumt af því fellur undir persónuupplýsingarnar þínar. Þú getur kynnt þér nánar um dúsurnar sem við notum í hlutanum „Dúsur“ hér fyrir neðan.

Hvernig notum við persónuupplýsingarnar þínar

Í samræmi við gagnaverndarlög vinnum við aðeins úr persónuupplýsingunum þínum þegar við höfum lagalegan grundvöll til þess að gera slíkt til þess að vernda persónuupplýsingarnar þínar. Við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum ef: (i) það er nauðsynlegt til þess að veita þér þjónustu samkvæmt þeim samningi sem við höfum gert við þig; (ii) okkur ber að gera það samkvæmt lögum og skilyrðum í reglum; (iii) þú hefur gefið okkur vilyrði fyrir því; eða, (iv) það er í lögmætum hagsmunum okkar að vinna úr persónuupplýsingunum þínum, að því gefnu að engir þessara hagsmuna fari gegn réttindum þínum, frelsi eða hagsmunum.

Með nokkrum takmörkuðum frávikum þá vinnum við ekki persónuupplýsingarnar þínar í tiltekna flokka um þig (eins og persónuupplýsingar sem tengjast heilsu þinni, þjóðerniseinkennum, trú, pólitískum skoðunum, verkalýðsfélagaaðild eða kynferði) eða persónuupplýsingum sem tengjast afbrotum eða dómum. Í afmörkuðum tilvikum, þar sem við vinnum í sérstaka flokka persónuupplýsinga, höfum við kynnt lagalegan grundvöll sem þarf til þess í skáletri hér fyrir neðan.

Eftirfarandi er listi yfir þann tilgang sem við höfum fyrir því að vinna persónuupplýsingarnar þínar og lagalegur grundvöllur þess sem við byggjum slíka úrvinnslu á:

TilgangurLagagrundvöllur
Til að stofna, hafa umsjón með og stjórna notandaaðgangi þínum Nauðsynlegt til hægt sé að framkvæma samninginn
Til að veita þér þjónustu okkar (þar á meðal að leyfa þér að spila leikina okkar)Nauðsynlegt til að hægt sé að framkvæma samninginn
Til að fá og svara samskiptum frá þér og beiðnumNauðsynlegt til að hægt sé að framkvæma samninginn ef samskiptin fjalla sérstaklega um þjónustuna okkar, annars vegna lögmætra hagsmuna 
Til að tilkynna þér um mikilvægar uppfærslur á vefsíðum okkar, snjalltækjaöppum og þjónustu Nauðsynlegt til að hægt sé að framkvæma samninginn
Til að tryggja að við getum í öllu uppfyllt skilyrði sem okkur eru sett í reglum er varða notkun þína á þjónustunni, þar á meðal að staðfesta réttmæti upplýsinga sem þú veitir okkur, staðfesta auðkenni þitt og aldur (sem gæti kallað á að við veitum þriðja aðila persónuupplýsingar um þig eða bætum upplýsingum sem við höfum fengið frá þriðja aðila við persónuupplýsingarnar þínar (eins og greiðslumatsstofnanir)) Nauðsynlegt til að fara að lögum eða skyldum sem okkur eru settar með reglum
Til að tryggja uppruna fjármuna og auð og til að meta getu þína til þess að hafa efni á þeirri upphæð sem þú eyðir Nauðsynlegt til að fara að lögum eða skyldum sem okkur eru settar með reglum 
Til að fara að skyldum sem okkur eru settar undir gildandi lögum (þar á meðal leyfisskilyrðum og lögum um fjárhættuspil sem tengjast fjárhættuspilaleyfum okkar) Nauðsynlegt til að fara að lögum eða skyldum sem okkur eru settar með reglum
Til að bera kennsl á og upplýsa um grun um ólöglega, sviksama, eða aðra virkni á vefsíðum okkar, snjalltækjaöppum og þjónustu (þar á meðal peningaþvætti) Nauðsynlegt til að fara að lögum eða skyldum sem okkur eru settar með reglum 

Miklir almannahagsmunir: Að koma í veg fyrir eða koma upp um ólöglegt athæfi / að vernda almenning fyrir óheiðarleika / skilyrði í löggjöf eða reglur sem tengjast ólöglegu framferði og óheiðarleika / að koma í veg fyrir svik / grunur um fjármögnum hryðjuverka eða peningaþvætti  
Að vakta veðmálamynstur og að bera kennsl á mögulegar áhyggjur af ábyrgri spilun Nauðsynlegt til að fara að lögum eða skyldum sem okkur eru settar með reglum 

Miklir almannahagsmunir: Að vernda viðkvæma einstaklinga / að vernda efnahagslega heilsu tiltekinna einstaklinga  
Að útiloka þig frá því að nota vefsíður okkar, snjalltækjaöpp og þjónustu ef þú hefur beðið um að við gerum slíkt (eins og við sjálfsútilokun) Nauðsynlegt til að fara að lögum eða skyldum sem okkur eru settar með reglum 

Miklir almannahagsmunir: Að vernda viðkvæma einstaklinga / að vernda efnahagslega heilsu tiltekinna einstaklinga  
Að framfylgja innleggs-, eyðslu-, eða taptakmörkum sem þú hefur sett eða sem hafa verið sett á notandaaðganginn þinn Samþykki
Til að styðja við annan tilgang sem er nauðsynlegur til þess að við getum uppfyllt samningslegar skyldur okkar eða því sem er sérstaklega tiltekið á þeim tíma sem þú veitir okkur persónuupplýsingarnar þínar Nauðsynlegt til hægt sé að framkvæma samninginn
Til að bera kennsl á sviksamlega notkun á þjónustu okkarNauðsynlegt vegna skilyrða í lögum eða reglum
Til að bera kennsl á brot á þjónustuskilmálum okkar Nauðsynlegt til hægt sé að framkvæma samninginn
Til að gera markaðsrannsóknir Lögmætir hagsmunir til að skilja betur vörur og þjónustu sem viðskiptavinir okkar kunna best að meta 
Til að senda út kannanir til að skilja betur vörur okkar og þjónustu Lögmætir hagsmunir til að skilja betur vörur og þjónustu sem viðskiptavinir okkar kunna best að meta 
Til að rýna niðurstöður kannana sem þú hefur lokið Samþykki
Til að vinna tölfræði sem tengist notkun á vefsíðum okkar, snjalltækjaöppum og þjónustu vegna þín eða annarra viðskiptavina okkar Lögmætir hagsmunir til að skilja notkun á og þar af leiðandi til að bæta vörur okkar og þjónustu
Til að senda tilboð og kynningar sem tengjast þjónustu okkar sem þú gætir haft áhuga á Samþykki
Til að hljóðrita símtöl til og frá, sem og lifandi spjall við, þjónustuteymi okkar til þjálfunar  Lögmætir hagsmunir til þess að bæta þjónustu við viðskiptavini
Til að hljóðrita símtöl til og frá, sem og lifandi spjall við, þjónustuteymi okkar af öryggisástæðum og vegna lagaskilyrða Nauðsynlegt vegna skilyrða í lögum eða reglum
Til að nota nafn þitt, mynd, notandanafn eða staðsetningu í kynningar- og markaðsfærslutilgangi, en aðeins þegar þú hefur gefið okkur upplýst vilyrði fyrir því að við gerum slíkt Samþykki
Deiling: Til að deila persónuupplýsingunum þínum með öðrum aðilum samstæðunnar sem aðstoða við að veita viðskiptavinum þjónustuna Lögmætir hagsmunir til að leyfa okkur að veita þjónustu
Deiling: Til að deila persónuupplýsingunum þínum með faglegum ráðgjöfum okkar, eins og lögfræðingum og utanaðkomandi ráðgjöfum Lögmætir hagsmunir til að leyfa okkur að leita ráða
Deiling: Til að deila persónuupplýsingunum þínum með öðrum aðilum í samstæðu okkar til að tryggja að hægt sé að beita aðferðum fyrir ábyrga spilun yfir alla samstæðuna Nauðsynlegt vegna skilyrða í lögum eða reglum
Deiling: Til að deila persónuupplýsingunum þínum með félagsmiðlaveitum til að færa þér auglýsingar á samfélagsmiðlum, nema þú hafir óskað þess að fá ekki slíkar auglýsingar í gegnum aðgang þinn á samfélagsmiðli Lögmætir hagsmunir til að auglýsa betur vörur okkar og þjónustu
Deiling: Til að deila persónuupplýsingunum þínum með þriðju aðilum til að staðfesta auðkenni og landfræðilega staðsetningu Nauðsynlegt til að fara að lögum eða skyldum sem okkur eru settar með reglum
Deiling: Til að deila persónuupplýsingunum þínum með þriðju aðilum til að bera kennsl á svik eða gegn peningaþvætti  Nauðsynlegt til að fara að lögum eða skyldum sem okkur eru settar með reglum 

Miklir almannahagsmunir: Að koma í veg fyrir eða koma upp um ólöglegt athæfi / að vernda almenning fyrir óheiðarleika / skilyrði í löggjöf eða reglur sem tengjast ólöglegu framferði og óheiðarleika / að koma í veg fyrir svik / grunur um fjármögnum hryðjuverka eða peningaþvætti  
Deiling: Til að deila persónuupplýsingunum þínum með laganna vörðum til að koma í veg fyrir og upplýsa um glæpi Lögmætir hagsmunir til að hjálpa til við að vernda þjónustu okkar og samfélag 

Miklir almannahagsmunir: Að koma í veg fyrir eða koma upp um ólöglegt athæfi / að vernda almenning fyrir óheiðarleika / skilyrði í löggjöf eða reglur sem tengjast ólöglegu framferði og óheiðarleika / að koma í veg fyrir svik / grunur um fjármögnum hryðjuverka eða peningaþvætti  
Deiling: Til að deila persónuupplýsingunum þínum með gagnagrunnum til sjálfsútilokunar ef þú hefur kosið sjálfsútilokun (e. self-excluded)Nauðsynlegt til að fara að lögum eða skyldum sem okkur eru settar með reglum 

Miklir almannahagsmunir: Að vernda viðkvæma einstaklinga / að vernda efnahagslega heilsu tiltekinna einstaklinga  
Deiling: Til að deila persónuupplýsingunum þínum með eftirlitsaðilum fjárhættuspila til að aðstoða við og framfylgja rannsóknum sem gætu verið í gangi Nauðsynlegt vegna skilyrða í lögum eða reglum
Dúsur (vefkökur): Til að starfrækja vefsíður okkar og snjalltækajöpp, þar á meðal að leyfa þér að eiga í samskiptum við vefsíður okkar og snjalltækjaöpp og til að kalla fram valmöguleika á meðan þú færist á milli síðna Lögmætir hagsmunir til að geta notað vefsíðu með a.m.k. lágmarksvirkni og til að veita þjónustu okkar
Dúsur (vefkökur): Til að greina notkun þína á vefsíðu okkar, til að vakta þá sem skoða vef okkar og vinna tiltekið efni á vefsíðu okkar til samræmis við notkun þína Samþykki
Dúsur (vefkökur): Til að fylgjast með för þinni til og frá vefsíðu okkar svo við getum skilið hvernig viðskiptavinir koma á og fara frá vefsíðu okkar og til að framkvæma viðskiptasamninga Samþykki 
Dúsur (vefkökur): Til að fara að lögum og reglum, þar á meðal að bera kennsl á marga aðganga notenda, tilraunir til innskráningar ó óheimila notendaaðganga eða möguleg svik Nauðsynlegt til að fara að lögum eða skyldum sem okkur eru settar með reglum
Dúsur (vefkökur): Til að sýna markaðsfærslu þriðja aðila Samþykki

Til viðbótar við tilgang sem settur er fram hér fyrir ofan gætum við líka unnið úr persónuupplýsingunum þínum í öðrum tilgangi, sem við teljum sambærilegan við þann sem er nefndur hér fyrir ofan. Við munum uppfæra þessa persónuverndarstefnu til samræmis við slíkt, þegar við gerum þetta.

Athugaðu að lagalegur grundvöllur sem settur er fram hér fyrir ofan er sá sem almennt á við og að það sé mögulegt að aðstæður breytist sem gæti orsakað að lagalegur gröndvöllur breytist – til dæmis, ef þú lokar notandaaðgangi þínum vinnum við ekki lengur úr persónuupplýsingunum þínum til að framkvæma samninginn við þig en við höldum áfram að gera það til að fara að skilyrðum í lögum.

Deiling innan samstæðu

Við erum hluti af samstæðunni (e. Group) og það munu koma upp tilvik þar sem persónuupplýsingunum þínum verður deilt með öðrum aðilum samstæðunnar. Þetta gerist við eftirfarandi aðstæður:

  • til að gera okkur kleift að bera kennsl á og endurskapa þætti til ábyrgrar spilunar (eins og sjálfsútilokun) fyrir spilara þvert á samstæðuna (nauðsynlegt til að fara að skilyrðum í lögum/reglum);
  • til að aðstoða við stjórnun aðganga, auðkenningu og staðfestingu viðskiptavina okkar sem og athuganir á regluhlítingu (nauðsynlegt til að fara að skilyrðum í lögum/reglum);
  • til að hjálpa til við að tryggja að upplýsingar um viðskiptavini eru uppfærðar og réttar (nauðsynlegt til að fara að skilyrðum í lögum/reglum);
  • til að auðkenna viðskiptavini sem hafa framið eða eru grunaðir um svik, peningaþvætti eða aðra glæpi (nauðsynlegt til að fara að skilyrðum í lögum/reglum);
  • Til að auðkenna/bera kennsl á viðskiptavini sem hafa brotið á almennu skilmálunum okkar eða öðrum skilmálum og skilyrðum sem tengjast þjónustu okkar (lögmætir hagsmunir);
  • til að senda markaðsefni þvert á vörumerki þar sem viðskiptavinurinn hefur óskað eftir því (gefið samþykki); og
  • til að greina og skilja betur fyrirtækið okkar, viðskiptavini, vörur og þjónustu þvert á samstæðuna (lögmætir hagsmunir).

Við gætum líka í framtíðinni deilt persónuupplýsingum með öðrum aðilum í samstæðu okkar í tilgangi sem tengist eða er sambærilegur við þann sem er lýst hér að ofan. Að lokum, þar sem okkur ber samkvæmt lögum eða reglum að deila persónuupplýsingum þvert á samstæðuna af öðrum ástæðum en er lýst hér að ofan þá þurfum við að gera slíkt.

Skoðaðu þessa persónuverndarstefnu reglulega til að kynna þér uppfærslur á deilingu innan samstæðunnar.

Birting persónuupplýsinganna þinna

Til viðbótar við þann tilgang að deila persónuupplýsingunum þínum eins og er talið upp hér fyrir ofan þá birtum við einnig persónuupplýsingar þínar til vinnsluaðila sem við eigum samskipti við. Við höfum gert samninga við slíka vinnsluaðila til að tryggja að persónuupplýsingarnar þínar séu öruggar.

Við gætum líka birt persónuupplýsingarnar þínar við eftirfarandi aðstæður:

  • þegar við þurfum þess gagnvart gildandi lögum eða reglum (birting til opinbers-, löggjafar- eða eftirlitsyfirvalds);
  • til að verjast lagalega og/eða í tengslum við málarekstur; og
  • á meðan samið er um yfirtöku, kaup eða samruna og skuldbindingum sem tengjast slíku.

Færsla persónuupplýsinga þinna út fyrir Evrópska efnahagssvæðið (EES)

Við geymum persónuupplýsingarnar þínar á Mön í Írlandshafi, yfirráðasvæði sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur veitt hæfisúrskurð um að þar séu í gildi nægilega góð lög um persónuvernd (e. Adequacy Decision). Aðilar í samstæðunni okkar sem eru staðsettir utan Evrópusambandsins gætu líka fengið aðgang að persónuupplýsingunum þínum og í slíkum tilvikum höfum við í gildi stöðluð samningsákvæði til að tryggja að persónuupplýsingarnar þínar séu nægilega vel varðar.

Við gætum líka deilt persónuupplýsingunum þínum með þriðju aðilum utan Evrópusambandsins og í öllum þeim tilvikum tryggjum við að stöðluð samningsákvæði eða hæfisúrskurður séu til staðar til að vernda persónuupplýsingarnar þínar.

Öryggi

Við grípum til hæfilegra öryggis-, tækni- og skipulagslegra úrræða til að tryggja að persónuupplýsingarnar þínar séu öruggar og til að koma í veg fyrir þjófnað, tap eða óheimilan aðgang að persónuupplýsingunum þínum. Það er þó mikilvægt að skilja að aldrei er hægt að tryggja öryggi fullkomlega og að þú getir ekki krafist ábyrgðar af okkur nema þar sem öryggi persónuupplýsinga þinna hefur verið ábótavant af okkar völdum vegna vanrækslu.

Markaðsfærsla

Ef þú hefur skráð þig til að nota þjónustu sem við bjóðum gætum við öðru hverju sent þér beint markaðsefni sem tengist annarri þjónustu sem við bjóðum eða samstæða okkar að því gefnu að þú hafi veitt okkur samþykki þitt fyrir að fá slíkt markaðsefni sent.

Þú getur hvenær sem er stjórnað samþykki þínu vegna markaðsefnis í gegnum notandaaðganginn þinn. Þú getur líka afskráð þig af slíkum listum með því að nota stjórntæki til þess í markaðsefni sem þú færð. Athugaðu að ef þú afskráir þig af markaðslistum gæti það tekið allt að nokkra daga þar til slík afskráning tekur gildi.

Markaðssetning á samfélagsmiðlum

Við gætum líka notað upplýsingar sem þú gefur okkur til að sýna þér auglýsingar við hæfi og persónusniðið efni um þjónustu samstæðunnar á tilteknum félagsmiðlum þriðju aðila (Samfélagsmiðlasíður) sem okkur er veittur aðgangur að í gegnum slíka þjónustuveitendur (t.d. Facebook, Twitter). Ef þú óskar ekki eftir að sjá þessar auglýsingar geturðu breytt stillingunum þínum á síðum samfélagsmiðilsins. Ef þú vilt ekki að við deilum þessum upplýsingum með samfélagsmiðlasíðum geturðu haft samband við okkur beint.

Dúsur (vefkökur)

Í þessari persónuverndarstefnu notum við hugtakið „dúsur“/„vefkökur“ til að vísa til dúsa (e. cookies) og svipaðrar tækni sem við notum til að vista upplýsingar (eins og vefvita (e. web beacons)). Dúsa er einfaldlega textaskjal sem er vistað á tölvunni þinni eða snjalltæki (eða öðru tæki) af vefþjóni síðu og aðeins sá vefþjónn getur sótt eða lesið innihald þessarar dúsu. Hver dúsa er einstök fyrir vafrann þinn. Hún mun innihalda nafnlausar upplýsingar, eins og auðkennistölu og nafn vefsíðunnar og einhverjar tölur og stafi.

Næstum allar vefsíður/vefsvæði og forrit sem þú heimsækir, þar á meðal vefsíðurnar okkar, nota dúsur til að bæta notandaupplifunina þína með því að gera því vefsvæði og/eða forriti kleift að „muna“ eftir þér, annað hvort á meðan heimsókn þinni þangað stendur (með því að nota „lotudúsu“) eða fyrir endurteknar heimsóknir (með „langfærri“ dúsu).

Dúsur eru notaðar til að bæta notkun þína á vefsvæði eða forriti, til dæmis með því að leyfa þér að færa þig á milli síðna með markvissum hætti og vista val sem þú hefur gert. Dúsur láta samskipti milli þín og vefsvæðisins ganga hraðar fyrir sig og gera þau auðveldari. Ef vefsvæði eða forrit notar ekki dúsur heldur það alltaf að þú sért nýr gestur í hvert einasta sinn sem þú færir þig á nýja síðu á vefsvæðinu. Dúsur er líka hægt að nota til að virkja markvissar auglýsingar og greina hvernig þú vafrar um vefsvæði.

Þú getur kynnt þér dúsur nánar og almennt hvernig þú gerir þær óvirkar í vafranum þínum hér.  

Þú getur kynnt þér nánar hvaða auglýsingadúsur liggja í tækinu þínu og þú getur gert þær óvirkar beint með því að smella hér.

Geymsla persónuupplýsinga

Við geymum persónuupplýsingarnar þínar í sex ár. Sex ár reiknast frá því að þú lokar notandaaðganginum þínum eða þar sem notandaaðgangurinn þinn hefur verið óvirkur yfir þetta tímabil. Það eru nokkrar undantekningar á þessu geymslutímabili, aðallega:

  • Ef þú sjálfsútilokar þig frá einhverri af þjónustunum okkar höldum við þessum upplýsingum í ótakmarkaðan tíma.
  • Ef þú sætir rannsókn eða við höfum borið kennsl á möguleg svik, peningaþvætti eða glæpsamlega starfsemi gætum við haldið persónuupplýsingunum þínum lengur.
  • Ef upp rís lagalegur ágreiningur geymum við persónuupplýsingarnar þínar á meðan ágreiningnum stendur og svo í sex ár eftir það.

Persónuupplýsingarnar uppfærðar

Þú getur hvenær sem er uppfært eitthvað af persónuupplýsingunum þínum í gegnum notandaaðganginn þinn. Við biðjum um að þegar persónuupplýsingarnar þínar breytast, að þú uppfærir notandaaðganginn þinn eins fljótt og þú getur. Ef þú getur ekki breytt upplýsingunum þínum í gegnum notandaaðganginn þinn skaltu vinsamlegast hafa samband við þjónustuborð

Réttur þinn

Þú nýtur eftirfarandi réttinda í tengslum við persónuupplýsingar þínar:

  • réttur til að fá aðgang að persónuupplýsingunum þínum sem við geymum (líka kallað aðgangsbeiðni viðfangsefnis);
  • réttur til að fá tilteknar persónuupplýsingar í útgáfu sem er stafrænt læsileg;
  • réttur til að láta lagfæra rangar eða úreldar persónuupplýsingar;
  • þar sem við höfum sérstaklega óskað eftir samþykki þínu til að vinna persónuupplýsingarnar þínar og við höfum engan annan lagagrundvöll til að byggja á áttu rétt á að taka til baka þetta samþykki;
  • réttur til að láta eyða tilteknum persónuupplýsingum þar sem það er ekki lengur nauðsynlegt fyrir okkur að vinna úr þeim, ef þú hefur tekið samþykki þitt til baka samkvæmt málsgreininni hér fyrir ofan, þar sem þú hefur mótmælt samkvæmt málsgreininni hér fyrir neðan, þar sem ólöglega hefur verið unnið úr persónuupplýsingunum þínum, eða þar sem eyðingar persónuupplýsinganna þinna er krafist vegna lagalegra skuldbindinga;
  • réttur til að mótmæla úrvinnslunni ef lagalegur grundvöllur er sá að það séu lögmætir hagsmunir okkar að vinna úr persónuupplýsingunum þínum, en athugaðu að við gætum samt áfram unnið úr persónuupplýsingunum þínum ef fyrir því er annar lagalegur grundvöllur eða ef við eigum ríkar ástæður til að halda úrvinnslunni áfram vegna hagsmuna okkar sem ekki brjóta á réttindum þínum, hagsmunum eða frelsi;
  • réttur til að óska eftir útskýringu á rökum sem voru notuð ef við ákvörðum eitthvað tengt þér aðeins með sjálfvirkum hætti; og
  • réttur til að mótmæla beinni markaðssetningu/markaðsfærslu, sem er hægt að gera með því að frávelja (e. opt-out) beint markaðsefni annað hvort í gegnum notandaaðganginn þinn eða í gegnum markaðsefnið/samskiptin sjálf/t. Þú átt rétt á því að mótmæla allri persónuflokkun að því gefnu það taki einungis til beinnar markaðssetningar.

Ef þú ert ekki viss um réttindi þín eða hefur áhyggjur af því hvernig unnið er úr persónuupplýsingunum þínum ættirðu að hafa samband við þjónustuborðið okkar eða persónuverndarstofnun í þínu landi.

Ef þú vilt nýta einhver réttindi þín geturðu gert það með því að hafa samband við þjónustuborð. Athugaðu að þó að við munum gera allt til þess að verða við öllum þínum beiðnum í tengslum við réttindi þín, að þá eru réttindin ekki algild. Þetta þýðir að við gætum þurft að neita beiðninni þinni eða að við getum bara orðið við hluta hennar.

Þegar þú sendir beiðni sem tengist réttindum þínum förum við fram á að þú sannir auðkenni þitt. Við gætum beðið þig um að útskýra beiðnina þína nánar. Við reynum að svara öllum beiðnum innan eins mánaðar frá því að við höfum staðfest auðkenni þitt, en það gæti tekið lengri tíma (í þeim tilfellum þá látum við þig vita). Ef við fáum endurteknar beiðnir, eða teljum okkur hafa ástæður til að halda að órökmætar beiðnir séu sendar, áskiljum við okkur réttinn til þess að svara þeim ekki.

Eftirlitsaðilar

Ef þú vilt kvarta yfir einhverju, áttu rétt á að hafa samband við persónuverndaryfirvöld í þínu eigin landi en hins vegar biðjum við þig um að hafa samband við okkur fyrst til að gefa okkur tækifæri til að skoða umkvörtunarefnið þitt.

Hafa samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi notkun okkar á persónuupplýsingunum þínum, eða ef þú vilt nýta þér einhver af réttindum þínum, skaltu byrja á að hafa samband við þjónustuborðið okkar. Þú getur líka haft samband við persónuverndarfulltrúann okkar í dataprotection@flutterint.com.

Persónuverndarstefna síðast uppfærð: 26. júlí 2023