pokercasinosports

Hvernig á að spila Live Deal or No Deal

Live Deal or No Deal bætir allri spennunni og eftirvæntingunni úr leikjaþættinum vinsæla við upplifunina þína í kasínóinu. Kepptu við meðspilara þína um hæstu peningaverðlaunin á meðan þú lætur reyna á kjarkinn, innsæið og heppnina í þessum spennandi Live Casino-leik.

Live Deal or No Deal – Grunnreglur

Ótakmarkaður fjöldi spilara getur tekið þátt í Live Deal or No Deal-leik. Live Deal or No Deal er með mörgum leikjaumferðum og byrjar á undanlotu.

Live Deal or No Deal – að komast áfram

Til að komast áfram þurfa spilarar að snúa þriggja hjóla hvelfingarhjólinu til að raða saman gullhlutunum á miðjunni. Þetta opnar þá dyrnar að bankanum og hleypir spilurunum áfram í umferð í leikjaþættinum. Ef spilurum tekst þetta ekki innan tímarammans komast þeir ekki áfram og verða að byrja aftur upp á nýtt í næstu umferð.

Spilarar geta snúið hjólinu ótakmarkað á meðan undankeppnin er í gangi, þar sem hver snúningur kostar upphæðina sem lögð er undir og hæstu verðlaunin eru á bilinu frá 75x til 500x það sem spilarinn lagði undir.

Spilarar geta aukið líkurnar á að komast áfram með því að velja „Easy“ (auðvelt), eða „Very Easy“ (mjög auðvelt) sem leikham (e. game mode). Þetta hækkar veðmálið sem er valið þrefalt eða nífalt, hvort fyrir sig.

Eftir að spilarinn kemst áfram birtist „Top Up“ (ábót) hjólið. Þetta gefur spilurum tækifæri á að bæta á verðmætustu verðlaunin um 5x til 50x það sem þeir leggja undir. Hver snúningur kostar upphæðina sem er valin og ábótarhjólinu er svo hægt að snúa eins oft og spilarar vilja á þeim tíma sem hefur verið gefinn í leikinn.

Live Deal or No Deal – Leikjaþátturinn

Aðalleikjaþátturinn byrjar eftir að spilarar hafa unnið sér inn þátttökurétt þar og hafa valið að nota ábótarhjólið eins og þeir vilja.

Lifandi gestgjafinn verður með 16 læstar skjalatöskur og einni þeirra verður úthlutað til spilarans og hinar verða í bakgrunninum. Hver taska er númeruð og í henni er verðlaunatala. Á meðan leikjaþátturinn er í gangi mun aðstoðarmanneskja gestgjafans opna hverja einustu þeirra og sýna verðlaunin. Eftir að skjalataska hefur verið opnuð er hún fjarlægð úr þættinum.

Í lok hvers hluta, eftir að þrjár eða fjórar töskur hafa verið sýndar, mun „Bankamaðurinn“ bjóða spilaranum peningaverðlaun, sem verður þá að velja: „Deal or No Deal“ (tekið eða ekki).

Ef spilari velur „Deal“, að taka tilboðinu, fær hann þá peningaupphæð og getur farið að reyna að vinna sér inn sæti í nýjum leik. Ef hann velur „No Deal“, tekur ekki tilboðinu, heldur hann áfram að spila.

Þetta heldur áfram þar til aðeins skjalataska spilarans og ein lokataska eru eftir. Þegar hér er komið við sögu getur spilarinn valið „No Deal“ til að vinna verðlaunin sem eru í töskunni sem hann fékk úthlutað, „Deal“ til að samþykkja tilboð „Bankamannsins“ eða „Switch Briefcases“, skipta um skjalatöskur, til að vinna verðlaunin í hinni skjalatöskunni.

Verðlaunin í skjalatöskunum eru á bilinu frá 0,10x það sem spilarinn lagði undir upp í 500x það sem spilarinn lagði undir.

Fræðilegt vinningshlutfall spilara (e. return to player - RTP) í Live Deal or No Deal er 95,42%.

Svona á að spila Live Deal or No Deal

Deal or No Deal er í boði allan sólarhringinn. Þú getur líka spilað Live Deal or No Deal, sem og aðra Live Casino-leiki, í iOS eða Android símanum þínum og spjaldtölvunni. Kíktu hér til að kynna þér þetta nánar.